VÖÐVA- OG HREYFIVANDAMÁL
Af hverju vöðva og hreyfivandamál geta átt sér stað eftir heilahristing
Áverkar á hreyfistöðvum heilans eins og hvirfilblaði (parietal lobe), litla heila (cerebellum) og heilastofni (brain stem) geta haft bein áhrif á samhæfingu þína, styrk, jafnvægi, vöðvaspennu og líkamsstöðu.
Hagnýt ráð
og tillögur
Vöðva- og hreyfivandamál geta valdið miklum erfiðleikum við nánast allar athafnir
í daglegu lífi. Þó batahorfur séu oft nokkuð góðar, getur bataferlið og endurhæfingin tekið langan tíma. Í millitíðinni eru nokkur skref sem þú getur tekið til að gera líf þitt auðveldara og þægilegra:
Ef dags daglegar athafnir reynast vera erfiðar fyrir þig í byrjun endurhæfingar gæti verið hjálplegt að ráða þér aðstoðarmann eða fá aðstandanda til að hjálpa til við þær athafnir
Verslaðu hjálpartæki og hjálparhluti sem geta auðveldað þér verkefnin. Það eru nefnilega til ýmislegt sem getur gert verkefnin auðveldari.
Það getur hjálpað mjög mikið að finna stuðningshóp með fólki sem þjáist af svipuðum einkennum. Aðrir einstaklingar í sömu sporum geta mögulega gefið þér einhver ráð og ábendingar auk þess sem það er svo gætt að ræða við einstaklinga sem skilja nákvæmlega það sem þú ert að ganga í gegnum.
Reyndu að forðast stress og mikla streitu sem setja aukið álag á liði og vöðva og geta valdið óþægindum.
Jóga getur hjálpað því slíkar æfingar eru oft sérstaklega fallnar til þess að styrkja sveigjanleika, styrk, einbeitingu, líkamsstöðu, öndun, jafnvægi og slökun
Reyndu að setja inn í dagskrána hjá þér nokkrar teygjuæfingar á hverjum degi
HEIMILDASKRÁ
Stoler, D. R., & Hill, B. A. (2013). Coping with concussion and mild traumatic brain injury: a guide to living with the challenges associated with post concussion syndrome and brain trauma. New York: Avery.