AÐSTANDANDAFUNDIR OG FRÆÐSLUFUNDIR

 
Aðstandandafundir.jpg

Einstaklingar sem hljóta heilaáverka glíma ekki einungis við eftirköstin heldur verða aðstandendur líka fyrir mikilli breytingu. Aðstandendur eiga oft í erfiðleikum með að setja sig í spor einstaklingsins sem hlaut höfuðáverkann því þetta er svo víðfemt efni. Þetta kemur inn á líkamlega, vitsmunalega og tilfinningalega þætti og það er erfitt að reyna að setja sig inn í og kynna sér allt, vera alltaf til staðar og til stuðnings fyrir einstaklinginn á sama tíma og reyna að halda jafnvægi á sínu eigin lífi.

Það er engin spurning að það er gríðarlega gagnlegt fyrir aðstandendur að fræðast um málefnið og að kynna sér einkennin og hvað er hægt að gera í þessum aðstæðum sem þau eru allt í einu stödd í. Þetta er ekki bara áfall fyrir einstaklinginn heldur einnig aðstandandann og því getur verið að aðstandandinn þurfi að geta leitað á einhvern stað eftir hagnýtum ráðum. Upplýsingum um hvernig eigi að tækla stöðuna og hvernig best
sé að veita stuðning og skilning. Félagið Hugarfar var stofnað vegna brýnna þarfa einstaklinga með ákominn heilaskaða og aðstandenda þeirra sem vettvangur til að ræða saman og vinna að framgangi úrræða í endurhæfingu, fræðslu um heilaskaða og gæta hagsmuna einstaklinga með þessa fötlun t.d. með því að standa fyrir aðstandendafundum og fræðslufundum. Aðstandendur þurfa einnig stuðning og það er alveg ómetanlegt að geta fengið stuðning frá öðrum aðstandendum sem eru að glíma við svipaðar aðstæður. Einnig heldur Hugarfar fræðslufundi sem ég mæli alveg eindregið með því það er gríðarlega mikilvægur hlutur að vera vel upplýstur um málefnið.
Ég mæli því eindregið með því að fylgja Hugarfar á facebook þar sem þau setja inn hvenær aðstandandafundir og fræðslufundir eru haldnir.