ÞREYTA OG ÚTHALDSLEYSI

 
Þreyta og úthaldsleysi 1.jpg

Af hverju þreyta og úthaldsleysi getur orðið eftir heilahristing?

Margar rannsóknir hafa verið framkvæmdar á bæði bráðri og langvinnri þreytu og úthaldsleysi, en það er enn óljóst hvers vegna fólk hefur enga varaorku eða geymda orku eftir höfuðmeiðsli. Ekki er vitað hvort það er einfaldlega engin orka eftir til að nota, eða hvort heilinn hafi ekki aðgang að henni. Nokkrar kenningar eru um að þessi skortur á varaorku sé vegna þess að staðurinn þar sem “baráttu og flótta” (fight or flight) viðbrögð líkamans
í sympatíska kerfinu er í yfirkeyrslu við að vinna of mikið og eru að nota alla orku einstaklinganna sem valdi þess vegna sambandsleysi í hugsunarferlum. Burtséð frá orsökinni vitum við að þegar einstaklingur með heilahristing notar orku sína, tekur það mjög langan tíma að hlaða aftur upp orkuna,
í mörgum tilvikum getur það tekið nokkra daga, sem er veruleg breyting hjá einstaklingnum frá því sem orkuhleðslan tók áður en viðkomandi fékk heilahristing. Þú gætir fundið fyrir óvenju mikilli þreytu ef heilahristingurinn hefur áhrif á getu þína til að sofna eða ef hann truflar svefn/vöku- hringinn. Þetta er gríðarlega algeng umkvörtun vegna þess að svefnmynstur eru mjög viðkvæm og geta höfuðáverkar haft ótrúlega mikil áhrif á svefninn. Nánar er fjallað hér á síðunni um svefntruflanir.

 

Þreytan og úthaldsleysið sem fylgir heilahristingum er sinnuleysi í sinni öfgafyllstu mynd. Það hefur áhrif á alla þætti hugsunar þinnar, líkamlega og tilfinningalega getu þína til að takast á við lífið. Margir sem eru með þessa tegund af þreytu og úthaldsleysi grunar fyrst að um vírus sem að ræða eða slæmt tilfelli af kulnun í starfi, sérstaklega ef þeir ná ekki að tengja þreytu og úthaldsleysið við önnur einkenni eftir heilahristing svo sem höfuðverki eða verki í hálsi. Þú getur fundið fyrir því að þú sért gjörsamlega úthaldslaus, eins og
þú getir ekki komist í gegnum daginn. Vegna þess að þreyta og úthaldsleysi hefur áhrif á getu heilans til að taka inn og vinna úr upplýsingum, geta hugsanir þínar og svör verið eins silalegar og hreyfingar þínar. Þú gætir skynjað að þú hefur misst andlegt þol þitt, það er hæfnina til að einbeita þér og muna hluti og alla hvatningu til að gera hluti. Einnig getur þetta haft áhrif á skapið þitt vegna þess pirringur eykst og getan þín til að takast á við hana minnkar þegar skilvirkni og framtakssemi minnkar. Einnig getur þetta haft áhrif
á getu þína á samhæfingu í hreyfingum eins og í göngu og við akstur.

Eins og margir sem hafa orðið fyrir því að fá heilahristing gætir þú lent í því að berjast við stöðuga þreytu og úthaldsleysi með því að leggja þig oft á daginn, með koffínneyslu og fullt af áti á kolvetnum og sykri. En þessar og aðrar aðferðir, sem veita aukna orku í stutta stund í venjulegum kringumstæðum, ná nú ekki að koma inn sem sá auka orkugjafi sem við þurfum. Það er að öllum líkindum það sem þú ert að borða þá, sem veldur verri einkennum, þá sérstaklega ef þú borðar eitthvað sem inniheldur sykur. Orkuforðinn sem þú stólar venjulega á, hefur skyndilega horfið. Í staðinn muntu líklega komast að því að það tekur nokkra daga að endurheimta orkuna sem þú hefur notað í eitthvað og að þú hafir bara nokkrar “góðar” klukkustundir á dag og þá í flestum tilvikum á morgnana. Ef þú reynir á líkama þinn meira en klukkutímana sem þú þolir, getur þú vel upplifað eitthvað í líkingu við ofhleðslu: óstjórnandi þyngd kemur yfir þig eins og það sé verið að hlaða á þig níðþungum lóðum. Þörfin til að leggjast niður og hvíla þig er yfirþyrmandi og andlega orkan þín minnkar og gerir þig ruglaðan og utangátta og við minnsta pirring getur andlega orkan þín tæmst upp til agna. Þetta opnar dyrnar fyrir öðrum tilfinningalegum viðbrögðum, svo sem sorg yfir glataðri eða verulega minnkaðri færni og getu. Viðbótar einkenni geta fylgt t.d. svefnleysi, höfuðverkir, kynferðislegir erfiðleikar, þunglyndi og pirringur.

 

Hagnýt ráð og tillögur

Eins og rakið hefur verið hér að framan þá hefur þreyta og úthaldsleysi eftir heilahristing áhrif á margvíslega þætti. Hver þeirra þátta á skilið athygli meðan á bataferli stendur. Svefnröskun getur verið undirliggjandi orsök stöðugrar þreytu og úthaldsleysis. Týndur orkuforði heilans getur spilað inn í þetta ásamt því að óviðeigandi mataræði getur einnig haft sín áhrif. Kannski er það andleg þreyta sem veldur þér mestum vandræðum eða þú gætir upplifað sjálfan þig vera að glíma við tvö eða fleiri þessara vandamála.

Eftirfarandi eru nokkur ráð og tillögur sem hafa verið reynd og skilað árangri hjá mörgum. Þú gætir þurft að prófa þig áfram með þessar tillögur þar sem ekki allar henta þér en sumar geta reynst þér vel til að ná stjórn á þessu erfiða eftirheilahristingsheilkenni: 

  • Taka verkjatöflur í samráði við þinn lækni fyrir svefn ef að hann er mjög slitróttur (ósamfelldur) og líklegur til að valda þessari stöðugri þreytu og úthaldsleysi.

  • Til að takast á við líkamlega þreytu getur reynst mjög hjálplegt að skipuleggja daglegar athafnir eftir ákveðinni forgangsröð. Með þessum hætti hefur þú klárað mikilvægustu verkefnin þín þegar að þreytan og úthaldsleysið kemur.

  • Forðastu að verða ótrúlega þreyttur því það getur haft í för með sér bakslag sem getur tekur nokkra daga að jafna sig á. Ef þú ert að vinna erfitt verkefni, taktu þá margar pásur og fáðu aðstoð hjá öðrum ef það er möguleiki.

  • Hafðu athafnir þínar breytilegar til þess að forðast að þú fáir leið á þeim því þær geta verið einhæfar. Gættu þess þó að reyna ekki að tækla meira en eitt verkefni eða hreyfingu í einu.

  • Til að berjast geng vitsmunalegri og tilfinningalegri þreytu skaltu forðast mikið áreiti svo sem hljóð, ljós og það að vera í margmenni. Reyndu til dæmis að versla í gegnum síma eða á netinu heima í stað þess að fara í fjölmennar verslanir. Ef þú verður að versla skaltu annað hvort biðja maka, vin eða ættingja að versla fyrir þig eða fara sjálf þegar lítið er að gera í verslunum og þegar umferð er lítil.

  • Leitaðu aðstoðar hjá fjölskyldu þinni við að gera heimilið þitt að rólegum stað.

  • Taktu þér hlé frá því að fara út að skemmta þér og reyndu að hafa bakgrunnshljóð eins lág og hægt er. Takmarkaðu fjölda gesta við einn eða tvo í einu og hafðu heimsóknirnar stuttar.

  • Viðurkenndu takmörkuðu hugsunargetu þína og notaðu hana á skynsamlegan hátt.

  • Tímasettu athafnir þínar þar sem krafist er einbeitingar á þeim tíma dags þegar þér líður best. Rannsóknir hafa sýnt að hugsunarferlar okkar hafa tilhneigingu til að vera skýrari milli klukkan 8:00 - 12:00 og svo aftur á milli 18:00 - 20:00. Aftur á móti er sá tími dags þegar hugsanaferlar okkar eru minnst skilvirkir klukkan 3:00 á nóttinni og á milli 13:00 - 15:00

  • Ef þú ert að fara inn í viku sem inniheldur stóratburð, skaltu skammta andlega orku þína vandlega þá viku til að hafa sem mesta innistæðu til að geta tekið þátt í stórviðburðinum.

  • Notaðu flýtileiðir. Til dæmis skaltu vera búin að útbúa listann yfir hlutina sem þú ætlar að kaupa í búðinni. Ef þú átt í erfiðleikum með að muna, skaltu nýta þér ýmsar tæknilegar leiðir eins og t.d. að nota vegakort í símanum eða láta fjölskyldumeðlim teikna kort af leiðinni þangað sem þú ert að fara. Notaðu upptökuforritið í símanum þínum til að hjálpa þér við að muna hluti. Notaðu reiknivél ef þú þarft að reikna o.s.frv

  • Þegar að þú ert að plana athafnir, hafðu það á bakvið eyrað að þú þarft að gera ráð fyrir auka tíma til að geta tekið pásur. Ef þú þarft t.d. að fara út í matvörubúð þá gæti bara það að þurfa að keyra þangað reynst þér erfitt og þú gætir þurft að gera ráð fyrir tíma til að taka pásu í bílnum áður en þú ferð inn. Síðan skaltu gera ráð fyrir að fara inn í búðina og að þurfa mögulega aftur að taka pásu í bílnum áður en þú keyrir heim. Það er ekki veikleiki að geta ekki klárað öll verkefni í einum rykk.

  • Skipulegðu góðar pásur inn í dagskrána þína og ef að þú finnur að þreyta og úthaldsleysi sé að koma yfir þig er gott að geta sest eða lagst niður í sófa og tekið því rólega og jafnvel hlustað á róandi tónlist eða hugleiðslu.

 Þessi þreyta og úthaldsleysi sem fylgir heilahristingi slær á mismunandi fólk og mismunandi vegu. Þessi líkamlega leiðandi tilfinning, einbeitingarskorturinn og vanhæfni til að fá góðan endurnærandi svefn eru öll mjög algeng einkenni eftirheilahristingsheilkennis. Bataferli á þreytu og úthaldsleysi þegar að eftirheilahristingsheilkenni er um að ræða byrjar verulega hægt og margir finna ekki breytingu fyrr en eftir 6 -12 mánuði. Eins og með önnur einkenni þá muntu fara að fá góða daga en inn á milli eru bakslög sem er ekki hægt að spá fyrir og það getur verið mjög svekkjandi þegar þú ert að reyna að gera plön og að lifa þínu lífi. Það er einfaldlega engin lausn við þreytu og úthaldsleysi eftir heilahristing en með því að nota réttu lyfin (í samráði við lækni), hreyfa sig, taka sykur og önnur matvæli sem geta haft áhrif á einkenni, vera varkár um athafnir sem taka meiri orku en aðrar athafnir (fara í búð, keyra o.fl) og að reyna að hugsa vel um þá orku sem þú hefur í byrjun dags upp
á það hvað þú getur gert þann dag. Hægt er að fletta upp sálfræðilega hugtakinu (“spoon theory”) þar sem maður hugsar sér að maður hafi ákveðið margar skeiðar fyrir hvern dag. Ef að maður svaf mjög illa þá er maður strax búinn að missa nokkrar skeiðar. Að fara í matvörubúð gæti þurft að nota 4-5 skeiðar á meðan að fara í 10 mínútna göngu tekur 1-2 skeiðar. Þá getur einstaklingurinn hugsað um orkustöðu sínu og skipulagt þannig daginn í samræmi við sína stöðu til þess að reyna ekki of mikið á sig heldur að hafa það í samræmi við sína orku.

 

HEIMILDASKRÁ

Stoler, D. R., & Hill, B. A. (2013). Coping with concussion and mild traumatic brain injury: a guide to living with the challenges associated with post concussion syndrome and brain trauma. New York: Avery.