VANDAMÁL MEÐ RÖKHUGSUN, SKIPULAGNINGU
OG SKILNING

 
Vandamál með rökhugsun, skipulagningu.jpg

af hverju vandamál með rökhugsun, skipulagningu og skilning geta átt sér stað eftir heilahristing

Vandamál í tengslum við skipulagningu, að eiga frumkvæði, rökhugsun, taka ákvarðanir og að skilja eru oft tengd við áverka á ennisblaði. Rannsóknir benda þó til þess að framkvæmdarstjórn (executive function) sé flókið ferli sem krefst virkjunar nokkurra svæða heilans og hefur áhrif á margar miðstöðvar. Þess vegna geta bæði almennir og staðbundnir heilaáverkar valdið vandamálum á þessum sviðum eftir heilahristing. Sem betur fer er algjör missir hæfni á þessum sviðum mjög sjaldgæf.

 

Hagnýt ráð
og tillögur

 

Fólk sem hefur fengið heilahristing geta þurft að takast á við erfiða áskorun þegar snúið er aftur til vinnu/náms og þess að takast á við daglegt heimilislíf. Það hjálpar til að taka einn dag í einu því getan til að beita rökhugsun, skipuleggja sig og til að læra nýja hluti geta verið breytileg eftir dögum. Eftirfarandi eru nokkrar leiðir til að lágmarka truflanir sem verða á framkvæmdarstjórnunarsviði heilans:

  • Viðurkenndu fyrir sjálfum þér að heilinn þinn hefur orðið fyrir einhverjum skaða
    og að það muni hafa áhrif á þitt líf.  Samþykktu það að læra nýja hluti, taka skyn-samlegar ákvarðanir og vertu meðvitaður um að önnur verkefni geta reynst mun erfiðari núna fyrir þig en áður. Minntu þig samt á það að röskun á vitsmunalegum þáttum er ekki það sama og skortur á getu eða greind.

  • Segðu fólki frá þörf þinni til að hafa hljóðlátt þegar þú ert að vinna verkefni. Ef það er enginn friður á heimilinu fyrir hávaða getur verið sniðugt að fara á t.d. bókasafn nálægt þér, þar sem lestrar- og vinnuaðstaða er góð.

  • Það getur reynst nauðsynlegt að ræða við yfirmann þinn um að breyta vinnuaðstöðunni þinni þannig að þú sért í allra bestu aðstæðunum til að geta unnið.

  • Umkringdu þig góðu stuðningsneti sem er tilbúið til að hjálpa þér. Þetta geta verið vinir, fjölskylda, jafningjahópur og sálfræðingur.

  • Hægt er að stilla vekjaraklukkur til að minna þig á ákveðin verkefni eða tíma-pantanir. Slík áminning getur minnkað kvíðann um að gleyma að framkvæma verkefnin eða að mæta ekki í pantaða tíma eða á ákveðinn stað á tilsettum tíma.

  • Taktu niður minnispunkta með upptöku í símanum, skráðu niður þína daglegu dagskrá hvort heldur er í tölvu eða stílabók því það hjálpar þér við skammtíma-minni og skipulagningu

  • Þú getur beðið fjölskyldumeðlim eða vin um að hjálpa þér með fjárhagsleg málefni

  • Gefðu þér meiri tíma til að leysa ný verkefni og vertu þolinmóð/ur

  • Vertu viljug/ur til þess að geta hliðrað verkefnum sem reynast of erfið á þeim tímapunkti. Allar líkur eru á því að þú getur gert þau seinna.

  • Til að reyna að þjálfa hæfni í tímaskipulagningu er sniðugt að skrifa niður hvað
    það tekur þig langan tíma að ljúka dagsdaglegum verkefnum. Þetta getur líka verið sniðugt þar sem þú gætir tekið eftir árangri eftir einhvern tíma. Þannig mælir
    maður framfarirnar. 

  • Ef þú átt börn, gæti reynst hjálplegt að sjá hvernig þau læra hluti best. Af því að skoða aðferðir þeirra gætir þú komist að einhverjum leiðum sem geta hjálpað þér
    að búa til nýjar aðferðir við að læra.

  • Það getur verið sniðugt að spila borðspil eins og t.d. Scrabble, póker, bridge, vist, sem hjálpa þér við að skipuleggja, raða og að taka ákvarðanir. Því meira sem þú
    æfir þig því betri verður þú í þessum þáttum.

  • Settu þér raunhæf markmið á þessu sviði. Sniðugt er að setja markmiðin í samráði við til dæmis sálfræðing.

  • Reyndu að venja þig á að nota dagatalið „calendar“ í símanum til að setja inn hluti sem þú átt til að gleyma.  Þar er gott að setja inn læknatíma, sjúkraþjálfunartíma, afmæli og þú getur stillt verkefnið þannig að þú fáir áminningu um það t.d. deginum áður og líka klukkutíma áður en þú átt að mæta eða sinna því verkefni sem áminningin snýst um.

Vandamál á þessum sviðum geta haft verulega áhrif á skap þitt og getu þína til að vinna, læra og viðhalda félagslegum tengslum. Þó bati á þessum sviðum sé hægur er nauðsyn-legt að vita að það er gild ástæða fyrir skyndilegri röskun á framkvæmdarstjórn heilans. Það er líka hughreystandi að vita að það er unnt að fá faglega aðstoð til að vinna sig úr þessu ástandi, ef maður er tilbúinn að iðka æfingar og fara að fyrirmælum því tengdu.

 

HEIMILDASKRÁ

Stoler, D. R., & Hill, B. A. (2013). Coping with concussion and mild traumatic brain injury: a guide to living with the challenges associated with post concussion syndrome and brain trauma. New York: Avery.