HVAÐ GERIST EF AÐ ÞÚ FÆRÐ ANNAÐ HÖGG
EF ÞÚ ERT EKKI BÚIN/N AÐ JAFNA ÞIG Á
FYRRA HÖGGINU

 
Annað högg eftir heilahristing.jpg

Ef þú færð annan heilahristing á meðan þú ert enn að jafna þig eftir þann fyrsta, þá áttu
á hættu langvarandi einkenni og heilaskaða. Í mjög sjaldgæfum tilfellum deyja sumir sjúklingar af völdum bólgu í heila sem myndast mjög hratt, betur þekkt sem annars höggs heilkenni (Second Impact Syndrome (SIS)). Í ljósi hugsanlegra afleiðinga er aldrei skynsamlegt að taka þátt í athöfnum sem setja þig í hættu fyrir að geta fengið annan heilahristing meðan þú ert að enn að jafna þig eftir fyrsta höggið.

 

CHRONIC TRAUMATIC ENCEPHALOPATHY (CTE)

CTE (Chronic Traumatic Encephalopathy) er hrörnunarsjúkdómur sem finnst hjá íþróttamönnum, fyrrverandi hermönnum og öðrum með sögu um endurtekna heilaáverka. Flest allt sem vitað er um CTE kemur úr rannsóknum Dr. Ann McKee sem hefur gjörbylt skilningi okkar á CTE. Í CTE er prótein sem kallast “Tau forms clumps” sem dreifist hægt um heilann og drepur heilafrumur. CTE
hefur sést hjá fólki svo ungu sem 17 ára en einkenni byrja almennt ekki að birtast fyrr en árum eftir að heilaáverkarnir áttu sér stað.

Einkenni sem birtast snemma, birtast iðulega seint á tvítugsaldri eða á þrítugsaldri og hafa áhrif á skap og hegðun einstaklingsins. Nokkrar algengar breytingar eru meðal annars hvataröskun, árásargirni, þunglyndi og ofsóknar- eða aðsóknarkennd (paranoia). Þegar líður á sjúkdóminn geta sumir sjúklingar lent í vandræðum með hugsun og minni, þar á meðal minnistap, ringulreið, skerta dómgreind og að lokum framsækna elliglöp/vitglöp. Hugræn einkenni hafa tilhneigingu til að birtast seinna en skap og hegðunareinkenni og birtast almennt fyrst á fertugs- eða fimmtugsaldri. Í sumum tilvikum versna einkennin með tímanum, jafnvel þó sjúklingurinn fái ekki fleiri höfuðáverka. Í öðrum tilvikum geta einkenni verið stöðug í mörg ár áður en þau versna hratt.

 

Heimildaskrá

Allen, M.D. (2019, 29. mars). How to Treat a Concussion (Hint: It’s Not Rest). Sótt 14. nóvember 2019 af https://www.cognitivefxusa.com/blog/how-to-treat-a-concussion#how-to-treat-at-home

The Concussion Legacy Foundation. (e.d.). What is CTE?. Sótt 14. nóvember 2019 af https://concussionfoundation.org/CTE-resources/what-is-CTE