SORG vegna BREYTTs RAUNVERULEIKA

 
Sorg vegna breytts raunveruleika copy.jpg

Að syrgja er eðlilegt ferli sem léttir sorgina og gerir okkur kleift að aðlaga okkur að missi. Margir líta svo á að það að syrgja sé eitthvað sem gerist aðeins eftir ákveðna tiltekna atburði, svo sem dauða ástvinar. Maður syrgir hins vegar vegna ýmiss annars konar tjóns. Til dæmis, ef þú lendir í atviki sem breytir lífi þínu eins og eftirheilahristingsheilkenni, þá er ekki aðeins eðlilegt að syrgja manneskjuna sem þú varst fyrir slysið, heldur er það nauðsynlegur liður í bataferlinu.

Hugmyndin um sjálfið er flókin. Það samanstendur af tveimur hlutum: hinu raunverulega sjálfi og getu sjálfsins. Að sögn sálfræðinga samanstendur uppbygging hins raunverulega sjálfs
af sjálfsmynd ( hvernig þú hugsar um þig sjálfa/n), sjálf-framsetningu (hvernig þú kynnir sjálfan þig), “superordinate
self-orginazation” ( hvernig þér líður), og sjálfum þér (hver þú
ert í raun og veru). Þessir þættir hafa náin tengsl innbyrðis. Til dæmis gætir þú litið á sjálfan þig sem góðan starfskraft, sem kann að vera raunin, og þú gætir vonað að aðrir líti einnig á þig sem góðan starfskraft, sem þeir mögulega gera ekki. Með þróun hins raunverulega sjálfs koma hæfileikar sjálfsins, sem fela í sér sköpunargáfu, nánd, ákveðni og skuldbindingu, allt eru það þættir sem gera þér kleift að þróa hugsanir, vera umhyggju-samur, finna fyrir ánægju og elta drauma þína.

Tilfinningin um sjálfið er ekki fullkomlega þróuð fyrr en á fullorðinsárunum. Það kemur með vinnu og með félagslegum samskiptum, þá sérstaklega fjölskyldusamböndum og með því að taka að þér að annast um einhvern annan. Með lífsstíl, starfsferli eða líkamlegum breytingum, muntu þróa sjálfsmyndina og eftir atvikum breyta henni. Þessu náttúrulega ferli er hægt að breyta og/eða flýta harkalega með aðstæðum eins og atvinnumissi, náttúruhamförum eða persónulegum hörmungum.

Sá sem verður fyrir heilahristingi upplifir oft persónulega hörmung. Ef meiðslin þín hafa rænt af þér einhverjum hæfileikum til
að starfa í vinnunni eða heima, getur það haft mikil áhrif, því hjá flestum er starf manns (fjölskyldulíf og vinna) ein aðal uppspretta tilgangs og ánægju í lífinu. Að auki gæti þér fundist þú vera minna fær um að eiga samskipti við fjölskyldu þína, umgangast annað fólk og stunda áhugamál þín. Eftir heilahristing gætir þú þurft að horfast í augu við þann möguleika að þú verður aldrei eins og þú varst fyrir áverkann. Þessi reynsla felur í sér tap á sjálfinu og sá missir kveikir á sorg yfir breyttum raunveruleika, m.ö.o. þú ferð að syrgja manneskjuna sem þú varst fyrir slysið.

 

SORGARSTIGIN

 

Heilbrigð sorg getur verið langvarandi, útbreidd og mun flóknari en þú gerir þér grein fyrir. Þrátt fyrir að sorg fylgi ekki alltaf sama mynstrinu hafa ákveðin stig komið nógu oft upp til þess að þau séu viðurkennd sem dæmigerð einkenni sorgar. Í flestum tilfellum felst í sorginni eftirfarandi:

Afneitun

Þetta stig felur í sér að maður er sannarlega ekki meðvitaður um tap - eða ef um er að ræða eftirheilahristingsheilkenni, skerðingu á getu. Þú gætir staðfastlega trúað því að þú sért ekkert frábrugðin þeim einstakling sem þú varst fyrir áverkann.

reiði

Þessi áfangi birtist oft í reiðiköstum og árasargirni vegna ranglætisins á því tapi sem á sér stað eftir slysið

samkomulag

Hér reynir þú að setja skilmála sem munu breyta niðurstöðunni - og hugsar að “ef þú gerir þetta ( fylltu í eyðurnar), þá verði hlutirnir öðruvísi”

óskipulag

Á þessu stigi er ringulreið í höfðinu og þú átt í erfiðleikum með að skipa eða stjórna hugsunum þínum og hegðun.

örvænting

Þessi áfangi felur í sér tap á von um að hlutirnir verði nokkru sinni betri.

þunglyndi

Hér upplifur þú tilfinningar um vonleysi, vanhæfni og jafnvel að þú sért einskis virði. Þú gætir átt í vandamálum með að borða og sofa, gætir sýnt mikinn kvíða eða mikla einangrun frá félagslegum aðstæðum og jafnvel hugsað um sjálfsvíg.

samþykki eða upplausn

Á þessu stigi viðurkennir þú takmarkanir þínar og líður vel með að vita að lífið getur haldið áfram

 

Strax í kjölfar slyss/meiðsla getur þú orðið fyrir áfalli, dofa eða rugli. Meðvitund, iðrun, grátköst í bylgjum og tilraunir til þess að endurheimta það sem þú hefur tapað, fylgja oft á fyrstu vikunum eða mánuðunum. Á heildina litið getur þú fundið fyrir depurð eða
því að geta ekki upplifað ánægju kannski með spenntum og eirðarlausum kvíða. Þú tekur jafnvel ekki eftir einu eða fleiri líkamlegum einkennum, svo sem svefntruflunum, lystarleysi, höfuðverk, bakverkjum, mæði, hjartaóreglu, meltingartruflunum, svima eða ógleði.
Í tilraun þinni til að koma í veg fyrir sársaukafulla tilfinningu gætir þú fjarlægt þig tilfinningalega frá vinum og vandamönnum.

Sorg hefur augljóslega mjög þunglyndisleg einkenni og þunglyndi getur stundum fylgt sorg. Einstaklingur sem upplifir eðlilega, heilbrigða sorg, hefur venjulega ekki almenna tilfinningu um að vera einskis virði sem er dæmigerð fyrir þunglyndan einstakling. Einstaklingur í sorg getur stundum verið léttur í skapi í bland við þunglyndar tilfinningar - aðstæður sem ekki sjást þegar um
klínískt þunglyndi er að ræða. Samt sem áður geta þunglyndiseinkenni sorgar varað í nokkur ár .

Það er erfitt að vinna sig í gegnum sorgina og sleppa takinu, en það er hægt að gera það með því beina orku þinni að verkefnum eins
og að læra nýja færni eða vera stuðningsaðili fyrir annan einstakling með heilaáverka. Smám saman muntu byrja að viðurkenna og samþykkja nýja sjálfsmynd. Ef þú bara kæfir eða torveldar sorg þína, getur útkoman verið lamandi sorg sem varir lengur en eitt ár,
án þess að hreyfing verði í átt að bata frá tapinu. Í flestum tilvikum einkennist lamandi sorg af áframhaldandi afneitun veruleika eða áhyggjum af dauða og því að deyja almennt.

Því meira sem þú skynjar missi á kunnáttu og hæfileikum, því víðtækari verður tilfinning þín fyrir tapi.  Árangursdrifnir einstaklingar lenda til dæmis oft í því að tapa sjálfum sér jafnvel þegar hugsunargeta þeirra er lítillega skert. Mjög sjálfstætt fólk, sem aðrir líta á sem leiðtoga, umsjónarmenn eða þá sem leitað er til með ráð, geta verið í rústi ef þeir geta ekki lifað við fyrri sjálfmynd sína. Unglingar á aldrinum 18-22 ára verða gríðarlega fyrir barðinu á sorginni eftir heilahristing. Sálfræðingar telja að það sé vegna þess að á þeim aldri hefur einstaklingur öðlast sjálfsmynd en hefur ekki enn haft tækifæri til að koma fram með tilfinningu um árangur eða tilgang. Þeir hafa ekki alltaf staðfest eða sannað sjálfsmyndina. Aftur á móti hefur eldra fólk þegar notið þess að sum af þeirra lífsmarkmiðum hafa náðst og hafa því tilhneigingu til að syrgja minna. Börn hafa einnig tilhneigingu til að verða fyrir minni áhrifum af sorg, líklega vegna þess að þau geta ekki munað að hafa verið öðruvísi.

 

AÐ VIÐURKENNA SORG

 

Að skilja að það eru tilfinningalegir þættir sem þú missir, er lykilatriði til að fá stuðning fjölskyldunnar og til að fá viðeigandi faglegar leiðbeiningar. Allt of oft segja ástvinir hluti eins og “Láttu ekki svona” eða “Þú ert heppin að vera þó á lífi”. Þetta kann að vera vel meint, en fullyrðingar sem þessar auka aðeins á sorgina. Endanleg úrlausn sorgar þinnar getur aðeins komið fram með samúð, þolinmæli, viðurkenningu frá þér og frá öðrum um að þú sért frábrugðin þeirri manneskju sem þú varst áður auk þess sem tíminn græðir sár sorgarinnar.

Þrátt fyrir miklar rannsóknir í tengslum við heilahristinga skortir læknisfræðinn i svör við fjölmörgum atriðum. Hugmyndin um að syrgja í kjölfar heilahristings hefur að mestu ekki verið gefinn gaumur af læknum. Það borgar sig að halda áfram að leita þangað til
að þú finnur fagmann sem skilur sorgina sem þú finnur fyrir.

 

AÐ VINNA SIG Í GEGNUM SORGINA

 

Að syrgja er tilfinningalega sársaukafullt en nauðsynlegur hluti lífsins. Sem betur fer eru til nokkrar aðferðir sem geta hjálpað þér þegar þú gengur í gegnum stig sorgarferlisins. Sumir meðferðaraðilar sérhæfa sig í sálgæslu og sorgarstarfi (grief work) sem getur
gert þér kleift að þekkja og tjá ótta þinn og sorg í öruggu umhverfi, án þess að hafa áhyggjur af því hvernig tilfinningar þínar geta haft áhrif á ástvini eða hvernig þeir gætu brugðist við. Að aðstoða fremur en að standa fastur í sorginni mun gera þér kleift að sættast fyrr við nýjar aðstæður þínar.

Sorgarmeðferð er sniðin að nokkrum breytum, þar á meðal þroskaþáttum, afleiðingum meiðsla þinna, persónuleika fyrir meiðslin og fyrri reynslu. Það væri óskandi að sá meðferðaraðili sem þú kýst, hafi reynslu af því að vinna með einstaklingum sem syrgja missi
á manneskjunni sem þú varst fyrir meiðslin. Heimilislæknirinn þinn, endurhæfingarstofnanir eða næsta sjúkrahús ætti að geta vísað
þér til meðferðaraðila með þessa sérþekkingu. Eins og hjá öllum geðheilbrigðisstarfsmönnum sem þú velur að vinna með er mikilvægt að þú sért ánægð/ur og líði vel með hann/hana.

Það að einfaldlega viðurkenna og að samþykkja sorgarferlið, gerir ástandið bærilegra. Þér gæti fundist eftirfarandi tillögur gagnlegar:

viðurkenndu raunveruleika tjóns þíns

Hunsaðu öll tjáð eða óbein skilaboð frá læknum, fjölskyldu eða vinum þess efnis  að “hætta þessari vitleysu” og “að ná tökum”.
Þú getur ekki haldið áfram með líf þitt fyrr en þú syrgir, og þú getur ekki leyst sorg þína nema þú viðurkennir að heilahristingurinn hefur gert þig að nýrri manneskju.

þekktu og tjáðu sorg þína

Meðferð hjálpar þér að upplifa sársauka og ákafar tilfinningar sem fylgja sjálfstapi.

að minnast tap þitt

Eftir andlát ástvinar er sorgarferlið stutt af trúarlegum eða menningarlegum siðum. Fyrir suma sem eru með eftirheilahristings-heilkenni hefur reynst gagnlegt að heiðra minningu fyrri afreka með því safna minnismerkjum af sjálfum þér og jarða þau - hvort
sem það er gert bókstaflega eða á óeiginlegan hátt.

viðurkenndu metnað þinn

Þú gætir vel haft andstæðar tilfinningar varðandi heilahristinginn þinn. Stundum gætur þú séð þetta sem annað tækifæri, en á öðrum stundum gætir þú séð hann sem ekkert nema byrði. Slíkar blendnar tilfinningar eru eðlilegar, en ef þú kannast ekki við þær, geta þessi innri átök valdið töluverðum hindrunum fyrir lausn á þinni sorg. Í staðinn fyrir að afneita misvísandi tilfinningum skaltu vinna að því að finna jafnvægi milli jákvæðra og neikvæðra tilfinninga um nýja sjálfið þitt og setja það í rétt samhengi.

lærðu að sleppa

Að lokum verður þú að gera þér grein fyrir því að sá/sú sem þú ert í dag er ekki lélegur staðgengill, heldur einstaklingur samsettur
af gamla og nýja sjálfinu þínu. Þú ert núna með ýmsa aðra hæfileika sem geta komið í staðinn fyrir hæfileika sem þú hefur tapað.

haltu áfram með þitt líf

Reyndu að líta ekki á sjálfan þig sem hörmulega mynd sem lífið hefur beitt grimmilegu áfalli. Slepptu áætlunum og draumum sem snérust um fyrrum sjálfið þitt og endurskoðaðu markmið þín út frá styrkleikum þínum og getu.

 

Þó viðurkenning á missi þínum sé sársaukafullt ferli er mikilvægt að vinna að því leggja áherslu á þá góðu eiginleika sem þú býrð
enn yfir. Með leiðsögn getur þú brúað bilið á milli sjálfs þín fyrir slys og eftir slysið, og komið fram með styrk, hvatningu, og endur-skilgreint eiginleika þína og hæfileika og endurreist þá tilfinningu að lífið hafi þýðingu. Það er sárt að sætta sig við þann veruleika að
þú getir aldrei náð þér fullkomlega og bæði bati og sorg geta verið mjög hægir ferlar. Þegar þú hefur gefið þér leyfi til að syrgja, mun
þér þó ganga mun betur.

 

HEIMILDASKRÁ

Stoler, D. R., & Hill, B. A. (2013). Coping with concussion and mild traumatic brain injury: a guide to living with the challenges associated with post concussion syndrome and brain trauma. New York: Avery.