HVERNIG LÆKNAR MEÐHÖNDLA HEILAHRISTING

Hvernig læknar meðhöndla heilahristing.jpg

Ef leitað er á bráðamóttöku eftir heilahristing framkvæma læknar almenna læknisskoðun. Þeir gætu ákveðið að taka blóðprufur og mögulega hjarta-línurit ef þess er þörf. Þeir vega og meta hvort taka þurfi tölvusneiðmynd
eða segulómun til að útiloka hluti eins og blæðingar í heila og annað. Þeir geta ákveðið að hafa þig í nánu eftirliti yfir nóttina til að fylgjast með breytingum. Ef ekkert finnst á mynd og ef ekkert kemur upp, þá er maður útskrifaður og þarf að takast á við og meðhöndla einkenni sín eftir heilahristing heima. Ef það koma upp einhver vandamál þá er um að gera
að fara á næstu heilsugæslu til að láta lækni skoða mann, en það er fátt sem læknir getur gert í þessari stöðu. Það helsta sem læknar geta aðstoðað með þegar um er að ræða eftirheilahristingsheilkenni er að veita ráðleggingar, skrifa ávísanir á lyf ef þess er þörf og hafa stöðuga eftirfylgni með þeim sjúklingum.

 

Heimildaskrá

Allen, M.D. (2019, 29. mars). How to Treat a Concussion (Hint: It’s Not Rest). Sótt 14. nóvember 2019 af https://www.cognitivefxusa.com/blog/how-to-treat-a-concussion#how-to-treat-at-home