hlutir sem að minn heilahristingur hefur kennt mér

 
Það sem heilahristingur hefur kennt mér.jpg
  • Breytt og jákvætt hugarfar er lykilatriði í bataferlinu.

  • Flesta daga sætti ég mig við raunveruleikann að lifa með eftirheilahristingsheilkenni, ég sætti mig við það og aðlaga mig að mínum takmörkunum. Flesta daga. Stundum á maður aftur á móti daga sem eru ekki þannig. Stundum
    á maður daga sem maður syrgir manneskjuna sem þú varst fyrir slysið, þú vilt gefast upp. Þú gefst hins vegar ekki upp því að flesta daga ertu sterkari en á þessum dögum.

  • Að setja sér mörk er gríðarlega mikilvægt en ennþá mikilvægara að virða sín mörk.

  • Bataferlið/endurhæfingin er ekki bara uppleið. Það koma gríðarlega mörk bakslög, stundum verður þú verri og stundum áttu góða daga. Það er enginn sem getur spáð
    fyrir hvernig þín leið verður. Aftur á móti getur maður ráðið hvernig þú bregst við bakslögum og breytt hugarfari þínu og stillt það betur. Þú þarft að endurskilgreina þínar væntingar og hugarfar í tengslum við bakslög og þegar að hlutir gerast sem að þú varst ekki að plana eða búast við.

  • Að treysta innsæi sínu, hlusta á líkamann og að trúa á hæfni sína til að geta orðið betri.

  • Það að hafa gott stuðningsnet skiptir alveg gríðarlega miklu máli.

  • Stundum virðist sem svo að þú sért að ná engum framförum og það er allt í lagi, það kemur upp sá stund sem þú munt ná framförum. Stundum koma framfarir á annan hátt en þú ert vanur, eins og að laga sig að nýjum aðstæðum og umhverfi. Endurskilgreindu væntingar þínar um hvernig framfarir líta út og líða. Taktu vel á móti óþægilegum hlutum, vertu góð/ur
    við sjálfa/n þig þegar bakslögin koma og mundu að þú getur lært af nákvæmlega öllu. Svo farðu og gerðu þína eigin framfarir samkvæmt þinni skilgreiningu.

  • Ef þú hefur slæman dag þar sem þú ert með gjörsamlega enga orku, hjálpar það ekki neitt til að vera pirraður eða reiður út í sjálfan sig. Vertu góð/ur við sjálfa/n þig, einblíndu frekar á að gera bara það sem þú getur og treystir þér í án þess að gera gjörsamlega út á við þig. Taktu því helst bara rólega á svona slæmum dögum. Það kemur alltaf nýr dagur og vonandi verður hann ekki eins slæmur.

  • Maður getur eytt miklum tíma að hugsa hvort að maður sé að gera hluti rétt og hvort að maður er að gera allt það sem maður getur gert til að verða betri. Maður þarf að minna sig reglulega á að maður er að gera sitt besta og það er meira en nóg.

 

listi yfir hlutum sem eru hvað mestu framfarirnar án þess að þú áttar þig á

  1. Þú ert meðvituð um þá hluti sem að triggera þig

  2. Þú ert ekki eins auðveldlega triggeruð

  3. Þú reynir að koma í veg fyrir neikvætt hugarfar og hugsanir hjá þér sjálfri/sjálfum

  4. Þú tékkar inn á sjálfum þér

  5. Þú ert að æfa heilbrigð mörk

  6. Þú biður um hjálp þegar þú virðist vera föst

  7. Þú átt fleiri daga þar sem þú ert sátt við “nýju manneskjuna” sem þú ert í dag heldur en að syrgja þá gömlu

  8. Þú ert búin að fjarlægja þig frá samböndum við fólk sem að dregur úr þér orku og kemur með slæmar athugasemdir

  9. Þú ert að mestu leyti umkringd fólki sem að veita þér styrk, hvatningu og gefa þér aukna orku

  10. Aukin vitund um þinn eigin líkamlega og andlega styrk

  11. Breytt forgangsröðun á hlutum samkvæmt þínum takmörkum

  12. Þú skipuleggur hvern dag fyrir sig byggt á þeirri orku sem þú ert með á þeim degi

 

partur af þeim hlutum sem að þú ert að vinna á í þinni endurhæfingu

 
skífurit.jpg