HÖFUÐVERKIR

 
Höfuðverkir.jpg

af hverju höfuðverkir geta komið fram eftir heilahristing

Fjölmargir einstaklingar finna fyrir langvarandi höfuðverkjum í kjölfar heilahristings. Verkirnir geta verið margskonar, allt frá mildum höfuðverkjum til mjög alvarlegra höfuðkvala sem trufla og koma í veg fyrir að viðkomandi geti tekið virkan þátt í daglegu lífi. Gerð sársaukans sem viðkomandi finnur fyrir fer eftir staðsetningu uppruna hans. Það er hægt að upplifa höfuðverkinn sem þungan slátt í höfðinu (margir líkja því við að hjartað slái inn í höfuðkúpunni), þrýsting sem leitar inn á við í höfðinu, þrýsting sem kemur innan úr höfuðkúpunni og þrýstir á hana eins og hann vilji leita út fyrir höfuðið. Verkurinn getur verið tilfinning, líkt og náladofi eða seyðingur í höfðinu.Það getur verið mikill sársauki við snertingu á höfuðkúpunni sem er þá stingandi verkur sem varir allt frá nokkrum sekúndum til nokkurra daga. Sumir höfuðverkir virðast eiga uppruna sinn djúpt í höfðinu/höfuðkúpunni, en aðrir virðast byrja á utanverðri höfuðkúpunni og „berja sig hreinlega niður að kjarna heilans.“ Þó heilinn upplifi óþægindin af höfuðverkjunum þá er heilinn í raun ónæmur fyrir sársauka, vegna þess að það eru engir taugaendar í heilanum.

Það sem veldur upplifun höfuðverkja eru sársaukaskynjarar sem staðsettir eru
í slagæðum, taugum og vöðvum höfuðsins, sem og einnig í heilahimnunum ( en það
eru himnurnar sem þekja heilann), sem hafa verið teygðar, bólgnar eða samþjappaðar
í kjölfar heilaþrýstingsins.

 

Hagnýt ráð og tillögur

Að reyna að stjórna óþægindum sem fylgja höfuðverkjum er erfitt viðfangsefni sem maður þarf að læra til að geta lært að lifa með afleiðingum heilahristingsins. Góður staður til að byrja að hafa stjórn á aðstæðum er að greina og útiloka umhverfislega þætti sem kalla fram höfuðverkina. Það er auðvitað ekki einungis einn þáttur sem kallar fram höfuðverki en þú getur tileinkað þér venjur sem eru fyrirbyggja fyrir höfuðverk. Þú getur einnig gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir að höfuðverkur myndist áður en hann tekur við.

Eftirfarandi eru hagnýtar tillögur sem geta aðstoðað:

  • Skipulegðu tíma, þótt að það sé einungis 10 mínútur á dag, til að læra að slaka á. Komdu þér fyrir á góðum stað, í þægilegum klæðnaði og æfðu djúpöndun og hugleiðslu. Það eru hjálpleg öpp sem geta aðstoðað eins og t.d. Mindfulness, Calm, Meditate.

  • Haltu skrá/dagbók yfir það hvenær þú færð höfuðverki og við hvaða aðstæður. Þ.e. hvenær þeir koma, á hvaða tíma dags, hvaða athafnir eða hreyfingu þú gerðir í kringum þann tíma og aðra hluti sem gætu skipt máli. Prófaðu síðan að gera breytingar á umhverfi þínu þegar þú hefur séð við hvaða aðstæður sérstaklega höfuðverkir myndast, til að reyna að komast hjá því að fara í þær aðstæður. Með því að læra þannig á þá þætti sem eru líklegir til að skapa höfuðverk er hægt að útrýma þáttum sem leiða til höfuðverkja.

  • Reyndu að víkja ekki frá venjulegri svefnrútínu. Reyndu að halda þig alltaf við að fara á sofa á sama tíma og vakna á sama tíma. Gerðu þetta þó það virðist vera ómögulegt ef þú ert að vakna oft á nóttunni og færð þar af leiðandi ekki nægan svefn. Þú mátt alls ekki ákveða að leggja þig um daginn því það getur haft mjög slæm áhrif á nætursvefninn og maður festist bara í slæmum vítahring. Ef þú sefur lítið sem ekkert á nóttunni þá er best að reyna sitt besta til að leggja sig ekkert um daginn og vera þá þreytt þegar kemur að svefntíma þínum. 

    • Að komast í svefnrútínu tekur líka langan tíma og því má maður ekki gefast upp strax. Svefn skiptir gríðarlega miklu máli og hefur áhrif á önnur einkenni svo sem höfuðverki, einbeitingarerfiðleika, minniserfiðleika og margt fleira. Því mæli ég virkilega með því að hlusta vel á allar ábendingar sem læknirinn gefur þér varðandi svefnrútínur og svefnvenjur.

  • Reyndu að auka erfiðleikastig í loftháðri hreyfingu (aerobic fitness) en haltu þig við “auðveldar” æfingar eins og sund og göngutúra.

  • Forðist flúorljós með sterkri birtu og tölvunotkun ef það er möguleiki. Sterk og flöktandi ljós valda streitu á augun sem og andlegu álagi.

  • Kælipokar og eða hitapokar geta létt á hausverknum

  • Að toga fast í hár þar sem höfuðverkurinn virðist vera staðsettur getur einnig í sumum tilfellum dempað aðeins niður höfuðverkinn og getur verið hjálplegt þegar um mikinn þrýstingshöfuðverk er að ræða.

 

Það er engin spurning að langvinnir höfuðverkir setja sinn svip á alla þætti í lífi þínu. Mundu að heilahristingurinn hefur gert þig nokkuð viðkvæman fyrir öllu áreiti. Í gegnum bataferlið og endurhæfinguna er ráðlegt að setja það í algjöran forgangi í lífi þínu að forðast streitu og aðstæður sem skapa stress. Þolinmæði, jákvætt hugarfar og viðhorf, leiðsögn læknisins og skilningur frá fjölskyldu þinni og vinum eru bestu verkfærin sem geta hjálpað þér við að takast á við óþægindin og þá skerðingu sem verður á þínu lífi vegna höfuðverkjanna.

 

HEIMILDASKRÁ

Stoler, D. R., & Hill, B. A. (2013). Coping with concussion and mild traumatic brain injury: a guide to living with the challenges associated with post concussion syndrome and brain trauma. New York: Avery.