SJÓNARÁSTÖND (VISION CONDITIONS)
Áverki á höfði og heilahristingar geta haft mikil áhrif á sjónkerfið, jafnvel þó að læknisfræðileg myndgreining sýni eðlilegar niðurstöður.
Sjóntruflanir sem oft eiga sér stað eftir heilahristing fela í sér erfiðleika með að ná hlutum í fókus (abnormalties of accommo-dation), að geta gert samhæfða hreyfingu á augun í átt að nefinu (convergence), að færa augun eftir línu líkt og þegar maður er að lesa (saccades ) og fylgihreyfingar (smooth pursuits). Þetta getur valdið þokusýn, tvísýni, verkjum í augum og erfiðleika með að vinna með eitthvað nálægt þér. Einkenni geta haft veruleg áhrif á daglegt starf, skóla eða önnur áhugamál og tómstundir. Einstaklingar sem kvarta yfir langvarandi einkennum í augum eftir heilahristing ætti að vísa til augnlæknis til að fá sjónmat, einnig ætti augnlæknir, sjóntækjafræðingur, læknir eða sjúkra-þjálfari með sérkunnáttu á heilahristingum að meta hvort einstaklingurinn þarfnast sértækrar sjónþjálfunar (hægt að
sjá betur neðst á þessari síðu).
Helstu einkenni sem koma fram eftir heilaáverka er svimi, erfiðleikar með gang út af jafnvægiserfiðleikum, sjónstillingarvandamál
(það er að stilla fókus), erfiðleikar með lestur, höfuðverkir og tvísýni. Svo virðist sem fólk sem sé með alvarlegri einkenni eftir heilaáverka sé oft fólk sem hefur einhvers konar fyrri vandamál varðandi augnasamvinnu eða samhæfingu augna. Þetta fólk
hefur tilhneigingu til að eiga í miklu meiri erfiðleikum með lestur og vandamál með “eye-tracking” eftir heilahristing.
Jafnvel vægir heilahristingar geta haft áhrif á sjón og valdið ákveðnum sjóntruflunum og í sumum tilfellum tvísýni. Einkenni sjónröskunar geta verið lúmsk eins og að eiga í erfiðleikum með að einbeita sér að hlutum nálægt eða á stafrænu tæki (svo sem
tölvum, spjaldtölvum og snjallsímum) eftir heilahristing, sjónræn úrvinnsla er hæg, erfiðleikar með lestur og að erfiðleikar með
að fá hluti í fókus.
Eftirfarandi augna- eða sjónareinkenni geta komið fram eftir heilahristing:
TVÍSÝNI
Tvísýni eftir heilahristing getur verið merki um að meira tjón gæti hafa orðið en upphaflega var talið. Þetta ætti að meta strax til að útiloka alvarleg meiðsl. Eftir þá útilokun þarf að meðhöndla eða stjórna tvísýninni sem er ákaflega ráðvillandi og getur valdið svima, erfiðleikum á jafnvægi, erfiðleikum með gang og lestur. Samhæfing augna og handa getur einnig verið skert. Því á að leita beint til augnlæknis til að meta hvaða úrræði þér býðst miðað við þitt tilfelli.
ERFIÐLEIKAR AÐ NÁ HLUTUM Í FÓKUS (ACCOMMODATIVE DYSFUNCTION)
Fólk á oft í erfiðleikum með að stilla fókus, það er að skipta um fókus frá nálægu til fjarlægu og öfugt. Þessi einkenni lýsa sér örlítið eins og fjarsýni sem að kemur oft fram um 40 ára aldur og lýsir sér í erfiðleikum með að einbeita sér að hlutum nálægt. Oft er ávísað lesgleraugum eða linsum til að ná hlutum í fókus. Aftur á móti getur það verið að hægt sé að bæta þetta með sjónþjálfun með sértækum æfingum.
Unglingar sem hafa hlotið heilahristing hafa oft sömu reynslu af því að verða fjarsýn skyndilega. Augu þeirra geta virst heilbrigð,
en þau eiga oft í miklum erfiðleikum með að ná hlutum í fókus og líkir eftir fjarsýni. Þegar við eldumst missa menn getu til að fókusa nálægt sér vegna breytinga á linsunum í augunum. Eftir heilahristing getur maður misst þessa getu vegna þess að sá hluti heila-stofnsins sem stjórnar fókusinum á linsunum í augunum getur orðið fyrir skemmdum eftir áfallið. Því miður er þetta staðbundna
áfall næstum aldrei áberandi í segulómun.
ERFIÐLEIKAR MEÐ AÐ FÆRA AUGUN SAMAN (CONVERGENCE INSUFFIENCY)
Annað alveg ákaflega algengt vandamál sem oft virðist eiga sér stað eftir heilahristing er erfiðleikar með augnhreyfingu þar sem augun færast nær nefinu líkt og við gerum þegar við erum rangeygð. Þetta þýðir skert geta til að færa augun saman og viðhalda svokallaðri samsjón (binocular vision). Þessi samhæfing augna er notuð þegar fókusað er á hlut sem er nálægt þér, rétt eins og við gerum við lestur eða þegar við vinnum í tölvunni. Fólk sem á í erfiðleikum með þessa augnhreyfingu eiga oft í erfiðleikum með augnhreyfingar sem krefjast samhæfingu og kvarta oft yfir þreytu og verkjum í augu þegar þau lesa og forðast jafnvel lestur.
AUKIN NÆMNI FYRIR LJÓSI / LJÓSFÆLNI
Fólk kvartar oft yfir næmni fyrir ljósi og glampa. Ljósfælni er annað algengasta einkennið, á eftir höfuðverkjum, eftir heilahristing. Talið er að það sé afleiðing vanhæfni heilans til að aðlagast ýmsum birtustigum eftir áverka. Þessi ljósnæmi getur skapað erfiðleika
við að halda fókus á hvaða tíma sem er.
ERFIÐLEIKAR MEÐ LITLAR OG SKJÓTAR AUGNHREYFINGAR (EYE-TRACKING)
Erfiðleikar með af fylgja eftir litlum, skjótum augnhreyfingum eiga sér stundum stað eftir heilahristing, betur þekkt á ensku sem smooth pursuits. Erfiðleikar með þessar augnhreyfingar geta einnig valdið vandræðum með samhæfingu augna og handa, stundum leitt til vandræða í íþróttum og í skólastofunni. “Eye tracking” er notað yfir bæði saccader og smooth pursuits, enda vinna þau ákaflega þétt saman þegar við lesum.
ERFIÐLEIKAR Á SJÓNRÆNNI ÚRVINNSLU
Sumir hafa upplifað langvarandi seinkun á sjónrænum vinnsluhraða eftir heilahristing. Það er oft erfitt hjá íþróttamanni, seinkun
á vinnslu mynda leiðir til erfiðleika við að lesa völlinn, dæma vegalengdir, dæma hraða annarra leikmanna og hraðann á boltanum. Einnig getur þetta haft áhrif á ýmislegt sem fólk gerir í sínu námi eða vinnu.
SJÓNÞJÁLFUN
Mikið af þessum sjóntruflunum sem að nefnt er hér fyrir ofan er hægt að þjálfa upp með sjónþjálfun. Sjónþjálfun er undir handleiðslu sjóntækjafræðinga og sjónþjálfa, og samanstendur af augnæfingum sem hjálpa til við að þjálfa upp augnvöðva og viðbragðstíma.
Ekki eru allir sem henta í sjónþjálfun en gera þarf sértæka sjónmælingu ásamt einkennum til að meta þörfina hjá viðkomandi. Oft
á tíðum er hægt að vinna á erfiðleikum við lestur sem sé þreytu og úthaldsleysi með sjónþjálfun. Einnig ef um heilahristing er að ræða ef einkennin eru sjónræn. Við heilahristing geta augun farið að erfiða við hluti sem voru áður sjálfsagður hlutur eins og að skipta um fókus milli fjarlægða og samvinna augnanna getur stífnað. Við sjónþjálfun er losað um þessa spennu með sérstökum æfingum og getur slík vinna tekið milli 8-12 vikur. Sjónþjálfunaræfingarnar fara að mestu fram heima og skiptir því gríðarlega miklu máli að einstaklingar sem að fara í sjónþjálfun sinni því að gera æfingarnar því að annars dregst þetta ferli til muna. Sjónþjálfun eftir heilahristing er frekar nýtt fyrirbæri og því eru ekki margir sem að sjá um sjónþjálfun hér á Íslandi. Eftirfarandi eru aðilar sem hafa tekið að sér sjónþjálfun eftir heilahristing:
Ef að þú veist um aðila sem að tekur að sér slíka sjónþjálfun væri vel þegið að skrifa það inn í ábendingu.
Jóna Birna Ragnarsdóttir
Jóna er með mastersgráðu í sjóntækjafræði. Hún lauk grunnnámi frá Høyskolen i Buskerud (2002), mastersgráðu frá Penncylvania College of Optometry (2005) og mastersgráðu í sjónþjálfun frá Universitetet í Sør-Øst Norge (2016). Hún starfar sem sjóntækjafræðingur í Optical Studio í Keflavík og tekur að sér sjónþjálfun fyrir þá sem það þurfa.
Hægt er að hafa samband við hana í gegnum Optical Studio í síma 421-3811 eða í gegnum netfangið jona@opticalstudio.is
Zuzana Rutenberg
Zuzana ólst upp í Slóvakíu og flutti til Ísraels þar sem hún fékk sína mastersgráðu í sjóntækjafræði frá Hadassah Academic College of Jerusalem. Hún fór síðan í framhaldsnám í sjónþjálfun og hún fer ennþá árlega á námskeið og fyrirlestra víðsvegar um heiminn um sjónþjálfun. Síðan hún útskrifaðist hefur hún starfað sem sjóntækjafræðingur og sjónþjálfari á sérstakri sjónheilsugæslustöð í Jerúsalem, árið 2005 flutti hún til Íslands og hóf störf hjá Augnlæknastofunni í Mjódd.
Hægt er að hafa samband við hana í gegnum Augnlæknastofuna í Mjódd í síma 587-2344. Einnig er hægt að finna hana á facebook með þessum link
Úrsúla H. Englert
Úrsúla er sjónþjálfi og sjóntækjafræðingur. Hún stundaði nám við Háskólasjúkrahúsið í Homburg og seinna í Berufsschule fuer Augenoptik í Muenchen og Háskólanum í Noregi. Hún starfar sem sjónþjálfi hjá Augnlæknastofu Sjónvernd. Hún hefur unnið sem sjóntækjafræðingur í 33 ár og sem sjónþjálfi í 19 ár.
Hægt er að hafa samband við hana í gegnum Augnlæknastofu Sjónvernd í síma 511-3311
HEIMILDASKRÁ
Bedinghaus, T. (2019). Concussion and Your Vision. Sótt 5. desember 2019 af https://www.verywellhealth.com/vision-problems-after-concussion-4135604
Gunasekaran, P., Hodge, C., Rose, K. & Fraser, C.L. (2019). Persistent visual disturbances after concussion. Australian journal of general practice, 48 (8): 531-536. doi 10.31128/AJGP-03-19-4876.