KYNFERÐISLEG VANDAMÁL

 
Kynferðisleg vandamál.jpg

Af hverju kynferðisleg vandamál geta átt sér stað eftir heilahristing

Kynferðisleg örvun á rætur sínar í heilanum. Rétt eins og heilinn þinn gefur merki um þörf fyrir næringu eða svefn, ákvarðar hann líka hvenær og hvort þú verður kynferðilega örvuð/aður. Lönguninni í kynlíf er stjórnað af undir-stúku heilans, sem er í heilastofni, og á stöðum þar í kring.

Einstaklingar geta upplifað að kynhvöt þeirra minnki skyndilega sem getur stafað af bilun í taugafræðilegra starfsemi sem hindrar ánægjulegar myndir, hugsanir og snertiskyn.

Kynferðisleg vandamál geta einnig stafað af einbeitingarvandamálum. Geta þín til að  slaka á og njóta líkamlegrar snertingar er nátengt getu þinni til að hunsa eða útiloka truflanir eða áreiti. Tap á getunni til að fókusa getur gert það erfitt ef ekki ómögulegt að verða og haldast kynferðislega örvaður.

 

Hagnýt ráð
og tillögur

 

Þó það sé lykilatriði að leita til sérfræðinga með kynferðisleg vandamál og önnur einkenni tengd heilahristingnum eru nokkur hjálpleg ráð sem maður getur prufað sjálfur. Það sem skiptir samt máli er fyrst og fremst að vera heiðarleg/ur við maka
sinn og greina honum frá þessum erfiðleikum þínum.

  •  Prófaðu nokkrar mismunandi aðferðir varðandi slökun áður en þú stundar kynlíf. Heitt bað, nudd, hugleiðsla eða djúpöndunaræfingar geta reynst hjálplegar í þessu tilfelli.

  • Reyndu eins og þú getur að útiloka önnur hljóð eða utanaðkomandi truflanir meðan á kynlífi stendur. Læstu hurðinni, hafðu litla birtu og ef það er stöðugt hljóð sem truflar, getur reynst hjálplegt að hafa tónlist sem dregur athyglina frá því hljóði.

  •  Íhugaðu að nota hluti til að auka kynferðislega örvun. Kerti, líkamsolíu, róandi tónlist, kynlífstæki. Sjónrænir þættir eins og myndir, geta hugsanlega hjálpað til við einbeitinguna.

  •  Reynið að forðast að nota tæki fyrir örvun. Þó það virðist virka til að byrja með, verður heilinn mjög næmur á hraða og skynjun sem fylgir tækinu og verður þar
    með minna móttækilegur fyrir náttúrlegum takti og hraða sem maki þinn er á.

Það sem skiptir samt miklu máli er að kenna þér sjálfum ekki um kynferðislegu vandamálin sem þú ert að kljást við. Mundu að í meira en helmingi svona tilfella,
eru þessi vandamál af líkamlegum orsökum og 25% þeirra tilfella tengjast lyfjum.

 

HEIMILDASKRÁ

Stoler, D. R., & Hill, B. A. (2013). Coping with concussion and mild traumatic brain injury: a guide to living with the challenges associated with post concussion syndrome and brain trauma. New York: Avery.