vil að þú vitir
Tilfinning okkar um sorg vegna breytts raunveruleika er viðvarandi vegna þess að við gleymum aldrei því sem við gátum áður gert.
Okkur finnst við vera að valda þér/ykkur vonbrigðum og að þú/þið eigið það svo sannarlega ekki skilið.
Okkur finnst við oft mjög einangruð frá umheiminum.
Við óttumst það að verða verri en við erum og erum mjög óviss um hvað framtíð okkar beri í skautum sér.
Það er stundum mjög erfitt að túlka tilfinningar okkar og jafnvel erfiðara að biðja um aðstoð.
Við viljum fá svör við okkar spurningum og það getur reynst mjög erfitt fyrir okkur að lesa, meðtaka fróðleikinn og skilja, þar sem við gætum átt erfitt með augnhreyfingar, skilning, athygli og fleira.
Við höfum oft áhyggjur af þér/ykkur því okkur finnst við og þarfir okkar vera svo mikil byrði fyrir þig/ykkur.
Við erum alveg óendanlega þakklát þeim sem sýna okkur ást, umhyggju og stuðning.
Við erum að reyna okkar allra besta í okkar aðstæðum þó að það líti stundum alls ekki út fyrir það.