HEGÐUNAR OG HUGARÁSTANDSBREYTINGAR

 
Hegðunar og hugarástandsbreytingar.jpg

af hverju hegðunar- og hugarástandsbreytingar verða eftir heilahristing

Ennisblað heilans hjálpar til við að stjórna persónuleikanum þínum. Fyrir vikið getur heilahristingur, sem veldur skemmdum á þessu svæði, haft veruleg áhrif á skap þitt og hegðun. Ennisblað heilans þjónar einnig sem hemlunarbúnaður; það hjálpar þér við að gera þér grein fyrir því þegar reiði er að byggjast upp og gerir þér kleift að hafa stjórn á svörum og viðbrögðum þínum. Áverki á ennisblaðið getur því valdið bilun í getu þinni til að hemla árásargirni.

Einkenni

Óþolinmæði

  • Eftir heilahristing gætir þú fundið fyrir því að þú átt í erfiðleikum með eða getur ekki tekist á við jafnvel minniháttar breytingar
    á umhverfinu þínu eða daglegu lífi án þess að upplifa gremju og hugsanlega bregðast við með óskynsamlegri, næstum barnslegri reiði

Sinnuleysi

  • Þetta einkenni, sem einkennist af miklu afskiptaleysi og litlum eða engum tilfinningum út á við, tengist stundum þunglyndi, en það getur líka tengst skaða á ennisblaði.

Röng skynjun/skilningur á tíma og atburðum

  • Heilahristingur getur haft áhrif á tímastjórnunarhæfni, sem og getu þína til að einbeita þér að og meðtaka það sem er að gerast
    í kringum þig. Þegar þú upplifir þessar aðstæður geta þær kveikt á ótta og gremju sem oft birtist sem óþolinmæði, mikill pirringur og sjálfhverf hegðun.

Erfiðleikar að viðhalda samböndum

  • Náin persónuleg samskipti fela í sér nokkra þolinmæði og að gefa af sér og þiggja (“give-and-take”). Hins vegar geta hegðunarbreytingar eftir heilahristing verið mjög slæmar og valdið því að vinir og fjölskylda slíti sambandi við þig.

Hagnýt ráð og tillögur

Þrátt fyrir að fagleg meðferð sé mikilvæg til að ná bata frá einkennum eftirheilahristingsheilkennis, þá er líka mikilvægt að þú gerir það sem þú getur,
til að reyna að hafa betri stjórn á skapi þínu og hegðun og mætir skilningi vegna
þess. Eftirfarandi tillögur geta verið gagnlegar:

  • Láttu vini þína, fjölskyldu og vinnufélaga vita um erfiðleika þína við hegðunar-stjórnun. Útskýrðu fyrir þeim að óviðeigandi hegðun sem þú sýnir sé tímabundið vegna þess að þú getir ekki stjórnað þeim fullkomlega og því megi þeir ekki taka
    það persónulega. Sæktu stuðning til þeirra og sýndu viðleitni til að verja þig fyrir aðstæðum sem hafa tilhneigingu til að kalla fram óviðeigandi svör.

  • Vertu búin að biðja einhvern sem þú treystir til að láta þig vita fyrirfram með ákveðnu merki, svipbrigðum eða sérstöku orði þegar þeir sjá þig byrja að hegða
    þér óvenjulega.

  • Leg ðu til við vinnufélaga og þá sem eru nánir þér að yfirgefa herbergið eða rýmið frekar en að horfast í augu við þig þegar þú hegðar þér andstyggilega. Umræða getur síðan fylgt síðar þegar þú ert orðin rólegri.

  • Reyndu að muna að biðjast afsökunar á óviðeigandi svörum. Þó hegðun þín sé ekki þér að kenna er mikilvægt að viðurkenna að þú hefur verið pirraður, móðgandi eða hrottafenginn.

  • Reyndu að beita aðferðum til að stjórna því að þú segir ekki óviðeigandi hluti með því t.d. Að stoppa, anda djúpt og hugsa áður en þú talar. Atferlismeðferðaraðili getur hjálpað þér að læra að gera þetta.

  • Reyndu að forðast fólk og staði sem fara í taugarnar á þér, þar til þú lærir aðferðir
    til að stjórna hegðun þinni. Reyndu að skilja að venjulega munu neikvæð viðbrögð magnast vegna einkenna eftirheilahristingsheilkennis.

  • Biddu fjölskyldumeðlimi og vini að hjálpa þér að svara á viðeigandi hátt með því að gera þér viðvart þegar umræðuefni sem “triggera” þig koma upp. Til dæmis “Ég veit að þetta getur komið þér í uppnám, en ég þarf að ræða þetta við þig”.

  • Mundu hvaða áhrif óviðeigandi reiðisköst hafa á fjölskyldu þína og vini. Þeir þjást líka vegna meiðsla þinna.

HEIMILDASKRÁ

Stoler, D. R., & Hill, B. A. (2013). Coping with concussion and mild traumatic brain injury: a guide to living with the challenges associated with post concussion syndrome and brain trauma. New York: Avery.