TALVANDAMÁL

 
Tal og málvandamál.jpg

af hverju talvandamál geta komið í kjölfar heilahristings

Talvandamál eða erfiðleikar við að nota tungu, varir, góm og barkakýli til að framleiða hljóð eru tiltölulega algeng í daglegu lífi. Það á einnig við um skerta hæfni til að nota og skilja tungumál. Hins vegar koma vandamál af þessu tagi sjaldan fram skyndilega, en þau geta komið í kjölfar heilahristings. Þær aðstæður geta auðveldlega gagntekið þig ef þú verður skyndilega í miklum erfiðleikum með talið.

 

Hagnýt ráð
og tillögur

 

Heima og í vinnunni getur þú æft þig í að greina tal- og málvandamál þín. Gefðu gaum að því hvort þau virðast vera mest áberandi þegar þú ert þreyttur og úthaldslaus, eða hvort þau séu meira áberandi þegar það er tímapressa á að klára eitthvað? Eru hugsanir þínar óskipulagðar, eða virðist vandamál þitt einungis vera líkamlegt? Að skoða alla þætti og aðstæður í tengslum við talvandamál þitt, getur vísað veginn að því hvernig er best að reyna að vinna bug á þeim. Eftirfarandi geta verið gagnlegar aðferðir í því sambandi:

  • Til að slaka á og draga úr stama sem tengist stressi er gott að prufa hvort það hjálpi að anda djúpt inn um nefið og út um munninn og endurtaka þá æfingu í nokkur skipti.

  • Reyndu að útrýma hlutum sem trufla þig í samskiptum. Málflutningur þinn
    mun flæða óhindraður og þú munt eiga auðveldara með skilning ef samskiptin
    eru á hljóðlátu svæði.

  • Reyndu að öðlast betri stjórn á þínu stami með því lesa upphátt fyrir sjálfan þig og það er gott að taka lesturinn upp á síma eða tölvu. Auktu hraða lestursins hægt og bítandi svo þú lærir að þekkja textann og komast að því hvort þú stamir meira ef hraðinn er meiri. Í framhaldinu skaltu forðast þann hraða sem þú ert líklegri til að stama á.

  • Gott er að biðja vin eða fjölskyldumeðlim að gefa þér merki þegar það er voða lítið samhengi í tali þínu eða þegar þau eiga erfitt með að skilja þig. Ekki taka slíkum ábendingum illa, hugsaðu frekar um þær ábendingar sem hjálp til að geta bætt þig og gert betur.

  • Vertu hreinskilin um þessi vandamál við aðra, bæði í vinnunni og heima. Með því
    að upplýsa aðra um vandamálið getur þú forðast vandræðalegar uppákomur og slík vitneskja eykur skilning hjá fólki sem þú átt í samskiptum við, sem gætu átt það til að dæmi þig harðlega eða jafnvel gera grín að þér ef þau vita ekki af vandamálinu.

  • Til að koma í veg fyrir mikinn pirring er gott að forðast að taka þátt í vinalegum rökræðum og að halda kynningar fyrir framan marga. Ef þú stendur frammi fyrir slíku, getur það valdið kvíða sem getur aukið einkenni bæði tal- og málvandamála
    og haft áhrif á fleiri einkenni sem þú ert að glíma við eftir heilahristinginn.

  • Æfðu þig í að skrifa, hlusta á tónlist (gott að taka undir með textum), dansa, skrifa niður hluti í dagbók. Þetta getur reynst hjálplegt til að vinna í tungumálavanda þínum.

  • Það getur reynst mjög hjálplegt að æfa tungumálavandamál í öppum eins og Peak
    og Lumosity

 

HEIMILDASKRÁ

Stoler, D. R., & Hill, B. A. (2013). Coping with concussion and mild traumatic brain injury: a guide to living with the challenges associated with post concussion syndrome and brain trauma. New York: Avery.