Hvað á ekki að GERA eftir HEILAHRISTING
Mikilvægasta reglan : Ekki taka þátt í athöfnum sem setja þig
í hættu fyrir að fá annan heilahristing.
Ekki þrýsta á þig að gera meira en þú ræður við og reyna að flýta fyrir batanum því það er ekki hægt. Ekki reyna að fara strax aftur í þína íþrótt eða vinnuumhverfi sem setur þig í hættu á að geta fengið annan heilahristing. Þetta á við um íþróttamenn í hvaða íþrótt sem er, en sérstaklega um íþróttamenn sem eru í íþróttum þar sem samstuð geta átt sér stað (t.d. handbolti, fótbolti, körfubolti, íshokkí o.fl.). Þegar þú ert að jafna þig eftir heila-hristing þarf heilinn þinn tíma til að jafna sig og einkenni þín geta haft áhrif á jafnvægi, samhæfingu og aðra hæfileika sem eru nauðsynlegir til að vera öruggur meðan þú æfir. Þú ert líklegri til að fá annan heilahristing þegar þessir hæfileikar eru í skertir vegna afleiðinga heilahristingsins. Jafnvel þó þú sért sú manneskja sem lætur önnur íþróttameiðsli ekki hafa áhrif á þátttöku þína í íþróttinni, þ.e. t.d. ef þú ert meidd í hné þá heldur þú samt áfram að keppa, þá skaltu ekki setja heilann þinn í hættu. Ekki taka þá áhættu ef þú hefur fengið heilahristing
og ert ekki búin að jafna þig, að halda áfram í íþróttinni.
Heimildaskrá
Allen, M.D. (2019, 29. mars). How to Treat a Concussion (Hint: It’s Not Rest). Sótt 14. nóvember 2019 af https://www.cognitivefxusa.com/blog/how-to-treat-a-concussion#how-to-treat-at-home