EFEF2726-C09E-4BD0-A0AA-E92D2865D316.jpeg

Ástrós Magnúsdóttir

Stofnandi vefsíðu
 

Ég er 19 ára stelpa úr Garðabæ og hlaut slæman höfuðáverka þann 29. nóvember 2018 og er með eftirheilahristingsheilkenni. Ég er búin að fara
í gegnum endurhæfingu á göngudeild Grensás og er sem stendur að bíða eftir að komast í meðferð hjá verkjateymi Reykjalundar. Ég hef þurft að læra að kynnast sjálfri mér upp á nýtt og fræðast upp á eigin spýtur um heilkennið þar sem ég fékk litlar upplýsingar um heilkennið sjálft. Það sem hefur komið mér á óvart er að hvergi eru aðgengilegar upplýsingar á einum stað um heilkennið og því fór ég í að panta mér fjölmargar bækur erlendis frá, sem fjalla um ýmsar hliðar og afleiðingar eftirheilahristingsheilkennis. Ég vil stofna þessa síðu til að m.a. miðla þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér, því ég tel að þær geti verið gagnlegar þeim sem hafa hlotið heilaáverka og aðstandendum einstaklinga með PCS. Hér segi ég einnig frá minni upplifun af því að takast á við heilaskaðann og meðhöndla hann.

 
petur.jpg

Pétur Geir Magnússon

GRAFÍSKUR HÖNNUÐUR VEFSÍÐUNNAR

Pétur Geir er bróðir minn og er á lokaári í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Pétur þekkir það vel að vera aðstandandi einstaklings með eftirheila-hristingsheilkenni og vildi því gjarnan leggja málstaðnum lið með vinnu sinni. Allar myndir sem fram koma á síðunni eru hannaðar af honum og
logo-ið finnst mér fanga vel heilann og manneskjuna sem glímir við þetta heilkenni.


 

 

Sérstakar þakkir:

  • Hildur Sólveig Pétursdóttir

  • Lára Ósk Eggertsdóttir Claessen

  • Jóna Birna Ragnarsdóttir

  • Ágústa Sigurjónsdóttir

  • Sigurbjörn Haraldsson

  • Agni Ásgeirsson

  • Zuzana Rutenberg

  • Úrsúla H. Englert