SKYNJUNAR- OG EFNASKIPTATRUFLANIR
af hverju skynjunar- og efnaskiptatruflanir geta átt sér stað eftir heilahristing
Læknar og vísindamenn hafa ekki ennþá fullan skilning á tengingunni á milli höfuðáverka og skynjunar- og efnaskiptatruflana. Þó er þekkt að meira að segja litlir áverkar í skynjunarsvæðum heilans geta valdið kvörtunum af þessu tagi. Þinn heilahristingur gæti hafa skaðað taugar sem hýsa bragðskyn eða lykt, eða hafa áhrif á hormónastjórnun heiladingulsins sem hefur áhrif
á þyngd og matarlyst. Áverkar á mænu eða taugaviðtökum í húðinni geta breytt snertiskyni þínu. Eitt af algengustu umkvörtunum er breytt lyktarskyn, tap á bragðskyninu, húðbreytingar, aukin eða minnkuð matarlyst, þyngdaraukning eða þyngdartap, vandamál í tengslum við þvagblöðru og meltingarveg.
Efnaskiptatruflanir geta stafað af ákveðnum hormónatruflunum sem betur
er rætt í “hvað er hægt að kanna”.
Hagnýt ráð og tillögur
Ekki gera ráð fyrir því að þín kvörtun um ofangreint sé svo ómerkileg að það borgi sig ekki að nefna hana af því þú teljir að það sé ekkert hægt að gera. Tilkynntu skynjunar og efnaskiptavandamál til þíns læknis.
Leitaðu til sérfræðings með húðvandamál og þyngdarvandamál.
Ef lyktarskynið er skert, er gott upp á öryggi að hafa reykskynjara og gasskynjara í lagi
HEIMILDASKRÁ
Stoler, D. R., & Hill, B. A. (2013). Coping with concussion and mild traumatic brain injury: a guide to living with the challenges associated with post concussion syndrome and brain trauma. New York: Avery.